Select Page

Jón Jónsson tónlistarmaður með meiru

Jón leggur áherslu á hvað hugarfarið skiptir miklu máli þegar tekist er á við krefjandi verkefni. Hugarfar sigurvegara er málið!

Landsliðsstelpurnar Sara Björk fyrirliði, Glódís Perla og Fanndís

Stelpurnar hvetja nemendur sem taka PISA í ár að hafa trú á sér, leggja sig fram og hafa gaman af því að takast á við PISA könnunina.

Ragnhildur Steinunn aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV og margfaldur kynnir i Söngvakeppni sjónvarpsins

„Leggið ykkur fram við allt sem þið takið ykkur fyrir hendur“, eru skilaboð Ragnhildar Steinunnar en hún hvetur nemendur til að leggja sig fram við allt sem þeir taka sér fyrir hendur og alls ekki hræðast mistök. „Það mun enginn geta neitt ef hann þorir aldrei!“ Takk Ragnhildur Steinunn!

Landsliðsstrákarnir Alfreð Finnboga, Jón Daði og Hörður Björgvin

Strákarnir hvetja nemendur til þess að tileinka sér jákvætt hugarfar og alltaf að leggja sig 100% fram því það sé nauðsynlegt til að ná árangri. Aldrei gefast upp!

PISA-könnunin verður lögð fyrir dagana 12. – 23. mars og 3. – 13. apríl 2018

Um verkefnið

PISA er umfangsmikil alþjóðleg langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði. Sá aldur er valinn þar sem hann markar lok almennrar skólagöngu í flestum löndum. PISA er skammstöfun fyrir enska heiti rannsóknarinnar Programme for International Student Assessment og er hún á vegum OECD. Alls taka yfir 80 þjóðir þátt í rannsókninni, þar af 34 aðildarríki OECD.

Framkvæmd 2018

Könnunin er lögð fyrir á þriggja ára fresti með mismunandi áherslur hverju sinni. Í mars-apríl 2018 er könnunin lögð fyrir hér á landi í sjöunda sinn og allir skólar landsins með 10. bekk eru beðnir að taka þátt en dagsetning prófunar er ákveðin í samráði við hvern skóla. Aðaláhersla núna er á mat á lesskilningi en einnig er metið læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Hluti þátttökuþjóðanna tekur einnig þátt í mati á fjármálalæsi og á Global Competence en Ísland tekur ekki þátt í því. Eftir könnunina svara nemendur spurningalista þar sem spurt er um viðhorf þeirra til náms, um námsvenjur þeirra, athafnir utan skóla ásamt hefðbundnum spurningum um bakgrunn.

Svör nemenda í PISA eru ekki persónugreinanleg og ekki hægt að rekja svörin. Tilkynning um verkefnið hefur verið send Persónuvernd, nr. S8193.

Nánar má lesa um verkefnið á vef Menntamálastofnunar og á vef verkefnisins hjá OECD. Þar er m.a. hægt að skoða dæmi um spurningar, fá svör við algengum spurningum og skoða niðurstöður fyrri PISA kannana.

Listi yfir þátttökulönd í PISA 2018